Blaklandsliðin töpuðu bæði

Íslenska landsliðið hafði ekki ástæðu til að fagna í dag.
Íslenska landsliðið hafði ekki ástæðu til að fagna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensku karla- og kvennalandsliðin töpuðu síðustu leikjum sínum í 2. umferð undankeppni HM í blaki.

Karlarnir, sem léku í Lyon í Frakklandi, mættu Aserbaídsjan og töpuðu 0:3 í leik sem stóð í 71 mínútu. Fyrsta hrinan endaði 25:16, sú næsta 25:17 og þriðja hrinan endaði 25:20. Theódór Óskar Þorvaldsson átti fínan leik í íslenska liðinu, og fékk flest stig allra leikmanna í honum og hann var sérlega sterkur í sókninni, átti þar marga skelli sem gáfu stig.

Íslenska liðið tapaði því öllum fimm leikjum sínum eins og við var að búast enda eru mörg af frekstu blakliðum Evrópu í riðlinum, meðal annars Evrópumeistarar Frakka.

Konurnar, sem léku í Warsjá í Póllandi, mættu liði Slóvakíu og töpuðu einnig 0:3 og stóð sá leikur í 66 mínútur. Fyrsta hrinan endaði 25:11, sú næsta 25:21 og sú þriðja 25:11. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir átti bestan leik í liði Íslands og einnig átti Elísabet Einarsdóttir fínan dag. Liðið tapaði einnig, líkt og karlaliðið, öllum leikjum sínum í mótinu eins og búast mátti við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert