Yfirburðir í lauginni hjá Hrafnhildi

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann tvö gull í dag.
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann tvö gull í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hrafnhildur Lúthersdóttir hafði mikla yfirburði í 400 metra fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag. Hún synti á tímanum 4:55,05 og var hún rúmum fimm sekúndum á undan Eleni Stefanidou frá Kýpur. Sunneva Dögg Friðriksdóttir hafnaði í 4. sæti í sundinu, rúmum átta sekúndum á eftir Hrafnhildi.

Íslenska boðsundssveitin hafði svo öruggan sigur í 4x100 metra skriðsundi kvenna. Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Bryndís Bolladóttir komu þá í mark á 3:49,24 sekúndum, sex sekúndum á undan sveit Mónakó. 

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Kristófer Sigurðsson, Aron Örn Stefánsson og Kristinn Þórarinsson höfnuðu í 2. sæti í sömu grein á tímanum 3:27,39.

Viktor Máni Vilbergsson hafnaði í 5. sæti í 400 metra fjórsundi hjá körlunum á tímanum 4:49,89. Bryndís Bolladóttir kom fimmta í mark í 800 metra skriðsundi á 9:17,18.

Hafþór Jón Sigurðsson og Þröstur Bjarnason voru í 4. og 6. sæti í 1500 metra skriðsundi. Hafþór kom í mark á tímanum 16:19,55 og Þröstur var 24 sekúndum á eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert