Þrjú Íslandsmet og fjölmörg verðlaun

Patrekur Andrés Axelsson t.v. og Andri Snær hlaupaleiðbeinandi Patreks t.v. …
Patrekur Andrés Axelsson t.v. og Andri Snær hlaupaleiðbeinandi Patreks t.v. en sjónskertir og blindir notast við hlaupaleiðbeinendur í sínum keppnum Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra

Þrjú Íslandsmet féllu á Grand Prix mótinu í Þýskalandi um helgina þar sem fjórir íslenskir frjálsíþróttamenn úr röðum fatlaðra voru í eldlínunni. Þá unnust fjölmörg verðlaun.

Patrekur Andrés Axelsson vann bronsverðlaun í 200 metra hlaupi í flokki T11 (alblindir). Hann setti Íslandsmet í undanrásum, 26,99 sekúndur, og bætti um betur í úrslitunum á tímanum 26,30 sekúndum sem tryggði bronsið. Hann fékk svo silfur í 100 metra hlaupi á tímanum 12,97 sekúndum.

Þá setti Stefanía Daney Guðmundsdóttir þriðja Íslandsmetið á mótinu þegar hún stökk 4,74 metra í langstökki í flokki F20 (þroskahamlaðir). Í 400 metra hlaupi fékk hún svo bronsverðlaun á tímanum 1:09,98 mínútum.

Hulda Sigurjónsdóttir fékk silfur í kúluvarpi í flokki F20 þegar hún kastaði 93,34 metra og heimsmethafinn Helgi Sveinsson fékk gull í spjótkasti flokkum F42-44 þegar hann kastaði 52,99 metra.

Stefanía Daney setti Íslandsmet og fékk brons.
Stefanía Daney setti Íslandsmet og fékk brons. Ljósmynd/ifsport.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert