Arna sjötta í Loughborough

Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arna Stefanía Guðmundsdóttir hafnaði í sjötta sæti í 400 metra grindahlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Loughborough á Englandi í gær.

Hún freistaði þess þar að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið sem er 56,10 sekúndur en það tókst ekki. Arna hljóp á 57,50 sekúndum en alls tóku 22 hlauparar þátt í greininni. Sigurvegari varð Rhonda Whyte frá Jamaíka á 54,96 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert