Kenísk barátta í 1.500 metra hlaupinu

Elijah Motonei Manangoi fagnar heimsmeistaratitli sínu í 1500 metra hlaupi …
Elijah Motonei Manangoi fagnar heimsmeistaratitli sínu í 1500 metra hlaupi karla. AFP

Kenísku hlaupararnir Elijah Motonei Manangoi og Timothy Cheruiyot háðu harða baráttu um sigurinn í 1.500 metra karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í London. Manangoi hafði betur eftir afar spennandi keppni við landa sinn. 

Manangoi kom í mark á tímanum 3:33,61 sekúndum en Cheruiyoit hljóp á tímanum 3:33,99 sekúndum. Norðmaðurinn Filip Ingebrigtsen hreppti svo bronsverðlaun með því að hlaupa á tímanum 3:34,53 sekúndum. 

Mutaz Essa Barshim bar sigur úr býtum í hástökki karla, en það var stökk upp á 2,35 metra sem dugði honum til sigurs. Rússinn Danil Lysenko varð í öðru sæti, en hann stökk 2,32 metra. Sýrlendingurinn Majd Eddin Ghazal hreppti bronsverðlaun með stökki upp á 2,29 metra. 

Króatinn Sandra Perkovic varð heimsmeistari í kringlukasti kvenna, en hún kastaði kringlunni 70,31 metra. Ástralinn Dani Stevens vann silfurverðlaun með kasti upp á 69,64 metra. Frakkinn Mélina Robert-Michon nældi sér svo í bronsverðlaun með því að kasta 66,21 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert