Ótrúlegur sigur Stevens sem gat ekki staðið í maí

Sloane Stephens í úrslitaleiknum í gær.
Sloane Stephens í úrslitaleiknum í gær. AFP

Sloane Stevens frá Bandaríkjunum gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska meistaramótið í tennis í gærkvöldi í úrslitaleik gegn æskuvinkonu sinni Madison Keys en báðar voru þær að keppa í úrslitum á risamóti í fyrsta skipti.

Um fyrsta risatitil Stevens er því að ræða en sigurinn er er einkar merkilegur í ljósi þess að hún gat ekki staðið í lappirnar og æft fyrr en þann 16. maí síðastliðinn vegna aðgerðar á fæti sem hún fór í á árinu.

Sloane Stephens fagnar sigrinum.
Sloane Stephens fagnar sigrinum. AFP

Hin 24 ára gamla Stevens var aukinheldur í 957. sæti á heimslistanum í tennis snemma í síðasta mánuði en hún byrjaði ekki að spila á tennismótaröðinni (WTA) á ný fyrr en í júlí. Madison Keys var aftur á móti í 15. sæti á listanum en Stevens vann hana örugglega í tveimur settum, 6:3 og 6:0 á 61. mínútu.

„Ég ætti bara að hætta núna,“ sagði Stephens við verðlaunaafhendinguna. „Ég sagði við Maddie (Keys), að ég myndi aldrei ná að toppa þetta. Ég meina, þvílík endurkoma!“ sagði Stevens eftir sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert