Jón Ingi hafnaði í 5. sæti

Íslenski hópurinn í Osló
Íslenski hópurinn í Osló Ljósmynd/KLÍ

Norska opna meistaramótinu lauk í dag í Ósló. Karlalandslið Íslands tók þátt í mótinu og var árangurinn frábær. Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR endaði í 19. sæti af 209 keppendum og  Arnar Davíð Jónsson úr KFR varð í 16. sæti.

Það var Jón Ingi Ragnarsson KFR sem náði þeim frábæra árangri að ná upp í 5. sæti mótsins. Jón vann sig upp jafnt og þétt, var kominn í 8. sæti fyrir loka leikinn, spilaði hann 255 sem tryggði honum 5. sætið með einu stigi meira en Mikael Roos frá Svíþjóð og hlaut Jón Ingi 107.000 krónur að launum.

Það var Reymond Jansson frá Svíþjóð sem vann mótið og hlaut að launum 600.000 krónur. Í öðru sæti varð James Gruffman frá Svíþjóð og þriðji Jonas Dammen frá Noregi.

Mótið er hluti af Evrópsku mótaröðinni og var þetta síðasta mót landsliðshópsins áður en KLÍ velur þá 6 aðila sem fara á HM í Las Vegas í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert