Enn að meðtaka þetta

Stjörnukonur fagna Norðurlandameistaratitlinum.
Stjörnukonur fagna Norðurlandameistaratitlinum. Ljósmynd/Snædís Ósk Hjartardóttir

Kvennalið Stjörnunnar varð um helgina Norðurlandameistari í hópfimleikum í annað skiptið í sögunni en liðið sigraði með miklum glæsibrag á Norðurlandamótinu sem haldið var í Lundi í Svíþjóð. Liðið vann einnig titilinn árið 2015 er mótið fór fram hér á landi.

Andrea Sif Pétursdóttir, einn fyrirliða Stjörnunnar, var þreytt en ánægð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið í gær.

„Við fengum þriggja tíma svefn í nótt og fórum svo beint út á flugvöll,“ sagði Andrea en að keppni lokinni í gær var haldin veisla, eða nokkurs konar árshátíð, þar sem öll lið keppninnar voru samankomin.

„Við vorum sigurstranglegar og vissum það alveg og vorum búnar að setja okkur það markmið að enda á palli, alveg eins og fyrir tveimur árum,“ sagði Andrea þegar hún var spurð að því hvort stefnan hefði verið sett á gullið.

„Við vissum ekkert hvað við fengum í einkunn fyrr en í lokin og svo gerðum við nokkur mistök á dýnu, sem var síðasta áhaldið okkar. Eftir það sáum við stigin og vorum búnar að ákveða að vera ánægðar með silfrið, markmiðið hefði verið að komast á pall,“ sagði Andrea en vegna mistakanna á dýnu voru Stjörnustúlkur búnar að sætta sig við silfrið; sem hefði að þeirra mati verið frábær árangur. „Þetta voru reyndar bara þrjú föll sem er ekki stórmerkilegt út af því að við vorum með svo góð stökk að þau gilda svo mikið þannig að við eigum þannig séð nokkur föll inni. Við hugsuðum samt með okkur að þetta væri búið en vissum ekki að við hefðum fengið svona góða einkunn fyrir dansinn.“

Sjá allt viðtalið við Andreu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert