Freydís Halla í 2. sæti

Freydís Halla Einarsdóttir.
Freydís Halla Einarsdóttir.

Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, tók þátt í sínum fyrstu mótum í vetur þegar keppt var í Sunday River í Bandaríkjunum um helgina. Mótið var alþjóðlegt FIS-mót.

Í gær endaði Freydís í 5.sæti en gerði betur í dag þegar hún lauk keppni í 2. sæti. Fyrir fyrra mótið fékk hún 39.08 FIS-stig en það seinna 36.04 FIS-stig. Tími hennar í gær var 1:31,15 mínútur og var hún 17/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum.

Freydís mun keppa jafnt og þétt næstu vikur og stefnir á þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu sem hefjast í byrjun febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert