WADA afhenti nöfn 300 Rússa

Rússnenska fánanum flaggað fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðaólympíunefndarinnar í Lausanne í …
Rússnenska fánanum flaggað fyrir utan höfuðstöðvar Alþjóðaólympíunefndarinnar í Lausanne í Sviss. AFP

Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, hefur afhent alþjóðlegu íþróttasamböndunum í einstökum greinum lista með nöfnum 300 rússneskra íþróttamanna sem eiga að hafa fallið á lyfjaprófum á árunum 2012 til 2015. Það var gert á fundi í Lausanne í Sviss í gær. Þangað voru mættir fulltrúar hátt í 30 alþjóðasambanda, Alþjóðaólympíunefndarinnar og Ólympíunefndar fatlaðra.

WADA fékk í október aðgang að gagnabanka lyfjastofnunar Rússa í Moskvu og lyfjaprófum sem tekin voru af um 10 þúsund rússneskum íþróttamönnum.

„Nú er hægt að taka upp að nýju mál sem virtist lokið og taka ný mál fyrir. Við teljum víst að þetta leiði til þess að fjölmörgum íþróttamönnum verði refsað í kjölfarið. Sérsamböndin munu fá aðstoð frá WADA eftir því sem með þarf,“ sagði Günter Younger, sem var í forsvari fyrir WADA á fundinum.

Sjá fréttina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert