Andri og Þórdís sköruðu fram úr

Andri Nikolaysson Mateev í háloftum.
Andri Nikolaysson Mateev í háloftum. mbl.is/Hari

Þau Andri Nikolaysson Mateev, Skylmingafélagi Reykjavíkur, og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir úr Skylmingadeild FH hafa verið valin íþróttamaður og íþróttakona Skylmingasambands Íslands árið 2017.

Þórdís Ylfa varð Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði. Hún varð Íslandsmeistari í liðakeppni á árinu. Auk þess að keppa hefur Þórdís Ylfa staðið frábærlega vel að uppbyggingu skylmingastarfs í Hafnarfirði, en hún er aðalþjálfari Skylmingadeildar FH.

Andri Nikolaysson Mateev varð Íslandsmeistari í flokki U20 (20 ára og yngri) og í Opnum flokki í annað skiptið. Hann varð í 9. sæti á Viking Cup 2017, sterku heimsbikarmóti sem haldið var á Íslandi. Andri vann öll mót sem haldin voru hér á landi á árinu.

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir.
Þórdís Ylfa Viðarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert