Birgir Leifur á einu undir pari á Madeira

Birgir Leifur Hafþórsson á góðu gengi að fagna á Madeira.
Birgir Leifur Hafþórsson á góðu gengi að fagna á Madeira. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi undir pari á þriðja keppnisdeginum á opna Madeira meistaramótinu í golfi en hann lauk keppni nú á öðrum tímanum. Birgir Leifur er þar með á einu höggi undir pari í heildina, hefur samtals leikið á 215 höggum. Hann er sem stendur í 21. sæti af 67 keppendum sem komust áfram eftir tvo fyrstu dagana en margir eiga eftir að ljúka keppni í dag.

Birgir Leifur hóf keppni á 10. braut og fékk fugl á tveimur fyrstu holunum, skolla á þeirri fimmtu en paraði hinar sex holurnar í fyrri hlutanum. Samtals fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla í dag og paraði hinar ellefu holurnar.

Fjórði og síðasti keppnisdagurinn á portúgölsku eyjunni er á morgun.

Staðan á mótinu.

birgirleifur.blog.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert