Woods: „Holukeppni er spretthlaup“

Tiger Woods hefur varla farið inn á golfvöll á síðustu …
Tiger Woods hefur varla farið inn á golfvöll á síðustu misserum án þess að fagna sigri. Reuters

Tiger Woods sigraði JB Holmes í fyrstu umferð á Accenture-heimsmótinu í holukeppni sem hófst í kvöld í Arizona. Woods þurfti að sætta sig við það að slá oftar á undan Holmes eftir teighöggin þar sem að Holmes er á meðal högglengstu kylfinga á PGA-mótaröðinni. Woods sagði fyrir mótið að það sem skipti mestu máli í holukeppninni sé að byrja vel og gera færri mistök en andstæðingarnir.

Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrstu umferð. Ernie Els, sem var fjórði á styrkleikalista mótsins, tapaði stórt gegn Jonathan Byrd 6/5. Retief Goosen frá Suður-Afríku tapaði einnig og Rory Sabbatini frá Suður-Afríku hefur einnig lokið keppni. Vijay Singh komst áfram og Colin Montgomerie gerði sér lítið fyrir og sigraði Jim Furyk

„Það eru aðeins 18 holur sem ráða úrslitum í hverjum leik og þar sem að fyrirkomulagið er með þessum hætti þarf maður að ná góðri byrjun. Höggleikur getur verið maraþon en þetta er spretthlaup. Þeir sem eru 2-3 holum undir lenda í vandræðum og eru úr leik,“  sagði Woods í dag við fréttamenn en hann hefur leikið frábært golf að undanförnu.

Holmes sigraði á FBR-meistaramótinu í Phoenix á dögunum en hann hefur aldrei tekið þátt á þessu móti. Hann byrjaði vel gegn Tiger en varð síðan að sætta sig við 1/0 tap.

Þetta er í níunda sinn sem Wood er á meðal keppenda á þessu móti og hann hefur unnið 25 leiki og tapað 6. Hann sigraði árið 2003 eftir úrslitaleik gegn David Toms og ári síðar lagði hann Davis Love III í úrslitum mótsins.

Í fyrra tapaði Woods í þriðju umferð gegn Ástralanum Nick O'Hern en viðureign þeirra lauk á 20. holu. O'Hern virðist hafa gott tak á Woods en hann hefur tvívegis sigrað Woods á þessu móti. Woods og O'Hern geta ekki mæst fyrr en í úrslitum í þetta sinn en O'Hern er í sama riðli og Phil Mickelson sem er annar á heimslistanum á eftir Woods.  Mickelson lék gegn Pat Perez í fyrstu umferð og hafði þar betur. Hann leikur gegn Stuart Appleby í 2. umferð en Mickelson sigraði Tim Clark.

Woods sagði að hann ætti enn möguleika á að vinna öll fjögur stórmótin á þessu ári. “Ég hef sigrað á fjórum mótum að meðaltali á ferlinum. Ég verð því að sjá til þess að þessi fjögur mót verði á stórmótin fjögur.”

Keppt er í fjórum riðlum og mætast sigurvegarnir úr hverjum riðli í undanúrslitum mótsins. Woods ef efstur á styrkleikalista mótsins og mætir hann J.B. Holmes í fyrstu umferð en hann er 64. sæti styrkleikalista  mótsins.

Úrslit úr fyrstu umferð, þeir sem eru feitletraðir komust áfram. Tiger Woods mætir Arron Oberholser í næstu umferð og David Toms leikur gegn Aron Baddeley :

Bobby Jones riðill:
Tiger Woods (Bandaríkin) -  J.B. Holmes (Bandaríkin)
Mike Weir (Kanada) - Arron Oberholser (Bandaríkin)
Zach Johnson (Bandaríkin) - David Toms (Bandaríkin)
Aaron Baddeley (Ástralía) - Mark Calcavecchia (Bandaríkin)
Rory Sabbatini (Suður-Afríka) -  Bradley Dredge (Wales)
Paul Casey (England) - Robert Karlsson (Svíþjóð)
K.J. Choi (Suður-Kórea) -  Camilo Villegas (Kólumbía)
Ian Poulter (England) - Sören Hansen (Danmörk)

Ben Hogan riðill:
Ernie Els (Suður-Afríka) - Jonathan Byrd (Bandaríkin)
Retief Goosen (Suður-Afríka) -  Andres Romero (Argentína)
Henrik Stenson (Svíþjóð) -  Robert Allenby (Ástralía)
Trevor Immelman (Suður-Afríka) - Shingo Katayama (Japan)
Adam Scott (Ástralía) - Brendan Jones (Ástralía)
Toru Taniguchi (Japan) -  Woody Austin (Bandaríkin)
Sergio Garcia (Spánn) - John Senden (Ástralía)
Martin Kaymer (Þýskaland) - Boo Weekley (Bandaríkin)
Sigurvegararnir úr Bobby Jones riðlinum og Ben Hogan riðlinum leika í undanúrslitum.

Gary Player riðill:

Phil Mickelson (Bandaríkin) - Pat Perez (Bandaríkin)
Stuart Appleby (Ástralía) - Tim Clark (Suður-Afríka)
Geoff Ogilvy (Ástralía) - Justin Leonard (Bandaríkin)
Lee Westwood (England) - Brandt Snedeker (Bandaríkin)
Justin Rose (England) - Rod Pampling (Ástralía)
Scott Verplank (Bandaríkin) - Nick O'Hern (Ástralía)
Vijay Singh (Fijí) - Peter Hanson (Svíþjóð)
Niclas Fasth (Svíþjóð) -  Richard Green (Ástralía)

Sam Snead riðill:
Steve Stricker (Bandaríkin) - Daniel Chopra (Svíþjóð)
Richard Sterne (Suður-Afríka) -  Hunter Mahan (Bandaríkin)
Angel Cabrera (Argentína) - Anders Hansen (Danmörk)
Luke Donald (England) - Nick Dougherty (England)
Jim Furyk (Bandaríkin) - Colin Montgomerie (Skotland)
Stephen Ames (Kanada) - Charles Howell (Bandaríkin)
Padraig Harrington (Írland) - Jerry Kelly (Bandaríkin)
Stewart Cink (Bandaríkin) - Miguel A. Jimenez (Spánn)
Sigurvegararnir úr Gary Player riðlinum og Sam Snead riðlinum leika í undanúrslitum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert