„Liggur beint við að reyna að komast á PGA-mótin“

Sigmundur Einar Másson þekkir vel til í Bandaríkjunum.
Sigmundur Einar Másson þekkir vel til í Bandaríkjunum. mbl.is/Ómar

Sigmundur Einar Másson, kylfingur úr GKG, hefur ákveðið að skila in áhugamannaskírteini sínu í október. Hann ætlar að láta drauminn rætast og gerast atvinnumaður í golfi. Hans fyrsta viðfangsefni verður í Bandaríkjunum þar sem Sigmundur mun freista þess að komast á hina feikilega sterku PGA-mótaröð. 

Þar leika margir af bestu kylfingum heims listir sínar og verðlaunaféð er í hæstu hæðum. En til þess að komast til fyrirheitna landsins, þarf Sigmundur að ganga í gegnum fjögur úrtökumót, þar sem karginn er þykkur, flatirnar hálar og taugarnar þandar.

,,Það er að vissu leyti erfiðara að komast inn á PGA-mótaröðina vegna þess að úrtökumótin eru fjögur en eru þrjú fyrir Evrópumótaröðina. Á móti kemur að á fyrsta úrtökumótinu þá er eiginlega bara verið að sía út kylfinga sem eiga ekki erindi á PGA. Þessu stigi var nýlega bætt við og mætti kalla forkeppni fyrir úrtökumótin. Síðan ég fór út í skóla þá hefur mér fundist það liggja beint við að reyna við PGA. Ég get ekki sagt að það heilli endilega meira, en þar sem ég var í fimm ár í Bandaríkjunum þá þekki ég aðstæður ágætlega. Ég er búinn að venjast þessum aðstæðum sem eru í Bandaríkjunum. Þar eru vellirnir lengri, en ekki alltaf eins þröngir og flatirnar eru hraðari. Það var ekki spurning að reyna þar, allavega fyrst," sagði Sigmundur við Morgunblaðið.

Sjá ítarlegt viðtal við Sigmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Það er meira í Mogganum!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka