Forskotið minnkar hjá McIlroy

Norður-Írinn Rory McIlroy
Norður-Írinn Rory McIlroy AFP

Rory McIlroy hefur fjögurra högga forystu eftir fyrri níu holurnar á Opna breska meistaramótinu í golfi og forskot hans hefur því minnkað.

Sergio Garcia er samtals á 12 höggum undir pari og fjórum höggum á eftir Rory, sem er á parinu í dag en Garcia er á þremur höggum undir pari í dag. Næstur kemur síðan Svíinn Robert Karlsson sem er á fimm höggum undir pari í dag og samtals á 11 höggum undir pari líkt og Rickie Fowler frá Bandaríkjunum.

Shane Lowry lék frábært golf í dag þegar hann lauk leik á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari, og er hann sem stendur í 5.-8. sæti á 10 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert