Horschel og Kirk nær 10 milljónum dala

Chris Kirk og Billy Horschel nutu þess að spila saman …
Chris Kirk og Billy Horschel nutu þess að spila saman í ráshóp í dag. AFP

Billy Horschel og Chris Kirk eru skrefi nær hæsta vinningsfé sem greitt er ár hvert í golf-heiminum, eftir fyrsta hringinn á lokamóti PGA-mótaraðarinnar.

Mótið er það fjórða og síðasta í keppninni um hinn sérstaka FedEx-bikar en honum fylgir 10 milljóna dala verðlaunafé, jafnvirði 1,2 milljarðs króna.

Fyrir mótið stóðu þeir Horschel og Kirk best að vígi í keppninni um bikarinn og ljóst að sigur hjá öðrum hvorum þeirra á lokamótinu myndi tryggja þeim hið háa verðlaunafé. Hið sama gildir hins vegar um Rory McIlroy, Bubba Watson og Hunter Mahan.

Horschel og Kirk léku best allra á fyrsta hring í dag eða á 4 höggum undir pari. Watson lék á 3 höggum undir pari, McIlroy á 1 höggi undir pari en Mahan á 4 höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert