Bjarki flytur til Berlínar

Bjarki Pétursson.
Bjarki Pétursson. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Pétursson, kylfingurinn efnilegi úr Borgarnesi, mun flytjast búferlum til Þýskalands í maí.

Verður hann þar undir handleiðslu Arnars Más Ólafssonar golfkennara í Berlín en Arnar hefur um árabil starfað í Þýskalandi. Netmiðilinn Kylfingur.is greindi frá þessu.

Bjarki er nýorðinn tvítugur og var afar sigursæll í yngri flokkunum þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari bæði í höggleik og holukeppni. Bjarki hefur hingað til notið aðstoðar Sigurðar Hafsteinssonar golfkennara.

Arnar Már var einn kunnasti PGA-golfkennari á Íslandi á árum áður en hefur eins og áður segir búið lengi í Þýskalandi. Arnar átti stóran þátt í því að koma á golfkennaraskóla hérlendis og fá hann viðurkenndan af PGA í Evrópu. Var Arnar skólastjóri fyrstu árin.

Bjarki verður fyrsti íslenski afrekskylfingurinn sem Arnar tekur að sér í nokkuð langan tíma eftir því sem best er vitað. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka