Ólafía og Birgir kylfingar ársins

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar voru valin kylfingar ársins hjá GSÍ árið 2014.  Ólafía og Birgir urðu bæði Íslandsmeistarar í golfi í sumar og komust bæði á lokastigið í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. 

Í umsögn um valið kom fram að eftirfarandi:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG:

Íslandsmeistari i höggleik karla og komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga um árabil og var eini íslenski kylfingurinn sem náði alla leið í lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR:

Íslandsmeistari í höggleik kvenna og var lykilmaður í landsliði Íslands sem keppti á Heimsmeistaramótinu í Japan þar sem Ísland náði besta árangri kvennaliðs frá upphafi. Ólafía komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröð kvenna.

Ólafí Þórunn Kristinsdóttir
Ólafí Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert