Fyrsti hringur Spieth eftir Masters yfir pari

Jordan Spieth á hringnum í gærkvöldi
Jordan Spieth á hringnum í gærkvöldi AFP

Sigurvegarinn á Masters, Jordan Spieth, virtist vera eitthvað eftir sig á PGA-mótaröðinni í gær. RBC Heritage-mótið hófst þá í Suður-Karólínuríki og lék Spieth yfir pari í fyrsta skipti í síðustu sautján hringjum á mótaröðinni. 

Spieth lék á 74 höggum sem er þrjú högg yfir pairi. Nokkuð sem kemur ekki endilega á óvart miðað við allt umstangið sem fylgir því að sigra á Masters. 

Spieth er 21 árs og hefur verið geysilega stöðugur á PGA-mótaröðinni síðustu tvö tímabilin. 

Matt Every og Graeme McDowell eru efstir að loknum fyrsta hring á 5 undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert