Fowler sigraði í bráðabana

Rickie Fowler horfir á eftir kúlunni á Sawgrass í gærkvöld.
Rickie Fowler horfir á eftir kúlunni á Sawgrass í gærkvöld. AFP

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler sigraði í þriggja manna bráðabana og stóð þar með uppi sem sigurvegari á Players meistaramótinu í golfi á bandarísku PGA-mótaröðinni sem lauk á Sawgrass-vellinum á Flórída í gærkvöld.

Fowler, Sergio Garcia og Kevin Kisner enduðu jafnir og efstir að loknum hefðbundnum fjórum hringjum og voru allir á 12 höggum undir pari. Fowler hafði síðan betur í bráðabananum en þetta er í fyrsta sinn í sögu mótsins þar sem þarf þriggja manna keppni í lokin til að knýja fram úrslit.

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, efsti maður heimslistans, hafnaði í áttunda sæti á 8 höggum undir pari. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 72 höggum og hafnaði í 69. sæti af þeim 75 sem komust í gegnum niðurskurð en hann var á þremur höggum yfir pari samtals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka