Hlynur fimm höggum undir pari

Hlynur Geir Hjartarson slær í Vestmannaeyjum í morgun.
Hlynur Geir Hjartarson slær í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósmynd/GSÍ

Hlynur Geir Hjartarson, GOS, er með þriggja högga forystu að loknum fyrsta hring á Securitas-mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi, en leikið er í Vestmannaeyjum.

Hlynur fékk skolla á annarri holu, en steig svo ekki feilspor og fékk sex fugla, þar af þrjá á síðustu þremur holunum. Hann er með þriggja högga forystu og er samtals á fimm höggum undir pari.

Þrír kylfingar eru jafnir í öðru til fjórða sætinu á tveimur höggum undir pari. Theodór Emil Karlsson, GM, Benedikt Sveinsson, GK og Stefán Þór Bogason, GR.

Seinni hringur dagsins er nú senn að hefjast, en leiknar verða 36 holur í dag. Mótinu lýkur á morgun.

Staða efstu manna í karlaflokki:

1. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 65 högg -5
2. – 4. Theodór Emil Karlsson, GM 68 högg -2
2. – 4. Benedikt Sveinsson, GK 68 högg -2
2. – 4. Stefán Þór Bogason, GR 68 högg -2
5. Ragnar Már Garðarsson, GKG 69 högg -1
6. – 8. Aron Snær Júlíusson GKG 70 högg (par)
6. – 8. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 70 högg (par)
6. – 8. Henning Darri Þórðarson, GK 70 högg (par)
9. – 12. Haraldur Franklín Magnús, GR 71 högg +1
9. – 12. Andri Þór Björnsson, GR 71 högg +1
9. – 12. Sigurþór Jónsson, GK 71 högg +1
9. – 12. Lárus Garðar Long, GV 71 högg +1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert