McIlroy vippar á flöt (myndskeið)

Rory McIlroy
Rory McIlroy AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy er nú að ljúka sínum fyrsta hring á World Tour Championship í Dubai sem tilheyrir Evrópumótaröðinni. 

McIlroy er á þremur höggum undir pari að loknum sautján holum en á 17. flötinni sáust óvenjuleg tilþrif þegar McIlroy tók fram fleygjárn og vippaði inni á flöt. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði þá fór McIlroy ekki illa með snöggslegna flötina og virtist hitta nokkurn veginn beint í boltann. 

Ekkert bannar kylfingum að nota fleygjárn á flöt eða driver ef því er að skipta. Sjaldan kemur þó upp sú staða að slíkt sé líklegra til árangurs heldur en pútterinn. 

Englendingurinn Ian Poulter byrjaði frábærlega í Dubai í dag og er á sex höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert