Axel einn í forystu

Axel Bóasson
Axel Bóasson mbl.is/Styrmir Kári

Axel Bóasson Keili er einn með forystu í karlaflokki að loknum 36 holum á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri. Útlit er þó fyrir mjög spennandi keppni og eru margir um hituna eftir góða spilamennsku í dag. 

Axel lék á 67 höggum í dag og er samtals á fjórum undir pari en hann var á parinu í gær. Félagar hans úr Keili, Gísli Svanbergsson og Rúnar Arnórsson, eru aðeins höggi á eftir. Næstur kemur Andri Már Óskarsson frá Hellu á tveimur undir pari samtals. Allir léku þessir fjórir á 67 höggum sem er vallarmetsjöfnun. 

Aron Snær Júlíusson úr GKG var með forystu eftir gærdaginn en var á 73 höggum í dag. Hann er jafn Andra Má á tveimur undir samtals. 

Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR var einn þeirra sem lék á 67 höggum í dag og er hann samtals á tveimur yfir pari eftir að hafa leikið illa í gær. Arnór, Axel, Gísli, Rúnar, Andri Már og Aron Snær eiga nú saman vallarmetið á Jaðarsvelli eftir breytingarnar: 67 högg. 

Uppfært kl 17:41: Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk leik á 70 í dag og er samtals á þremur undir pari eins og Gísli og Rúnar. 

Staða efstu manna:
1. Axel Bóasson, GK (71-67) 138 högg -4
2.- 4. Rúnar Arnórsson, GK (72-67) 139 högg -3 
2.- 4. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70) 139 högg -3
2.- 4. Gísli Sveinbergsson, GK (72-67) 139 högg -3
5. -7. Andri Már Óskarsson, GHR (73-67) 140 högg -2
5. -7. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73)140 högg  -2
5. -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68) 140 högg -2
8. Bjarki Pétursson, GB (72-69) 141 högg -1  
9.-12. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (71-71) 142 högg 
9.-12. Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72) 142 högg 
9.-12. Þórður Rafn Gissurarson, GR  (71-71) 142 högg 
9.-12. Haraldur Franklín Magnús, GR  (71-71) 142 högg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert