Stórkostlegur hringur

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson. Ljósmynd/golf.is

Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, náði stórkostlegum golfhring á móti í Flórída á þriðjudaginn. Þórður lék fyrsta hringinn í þriggja daga móti á 64 höggum en mótið er fámennt og fer fram á Panther Lake-vellinum.

Þórður var á átta höggum undir pari og var með langbesta skorið á fyrsta hring. Hann fékk níu fugla, einn skolla og átta pör á hringnum.

Ekki tókst Þórði að fylgja því eftir í gær og skilaði þá inn skori upp á 75 högg. Er hann samtals á fimm undir pari í mótinu.

Þórður segist á Facebook-síðu sinni dvelja á Flórída við æfingar og keppni til þess að undirbúa sig undir annað stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í byrjun nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert