Erfitt hjá Tiger Woods

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Endurkoman hjá Tiger Woods á golfvöllinn gekk ekki sem best hjá honum en hann endaði í 15. sæti af 18 keppendum á boðsmóti sínu á Bahama­eyj­um, Hero World Chal­lenge, sem lauk í kvöld.

Tiger, sem spilaði á sínu fyrsta móti í 16 mánuði, lék lokahringinn á fjórum höggum yfir parinu og lauk keppni á fjórum höggun undir parinu.


Tiger Woods, sem verður 41 árs gamall síðar í þessum mánuði, var lengi efst­ur á heimslist­an­um en kepp­ir nú í fyrsta sinn síðan í ág­úst 2015, í kjöl­far tveggja aðgerða á baki, og er sem stend­ur í 898. sæti á heimslist­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert