Valdís í góðri stöðu fyrir lokahringinn

Valdís Þóra Jónsdóttir er í góðri stöðu í Marokkó.
Valdís Þóra Jónsdóttir er í góðri stöðu í Marokkó. mbl.is/Styrmir Kári

Valdís Þóra Jónsdóttir er í 12. sæti fyrir lokahringinn á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET-Evrópumótaröðina sem fram fer í Marokkó. Valdís er samtals á níu höggum yfir pari eftir 54 holur, en hún hefur leikið fyrstu þrjá hringina á 76 höggum, 70 höggum og 79 höggum.

Valdís lék á sjö höggum yfir pari í dag, en tæplega 30 efstu kylfingarnir komast inn á lokaúrtökumótið sem fer fram í næstu viku í Marokkó. Lokaúrtökumótið verður spilað dagana 17. - 21. desember.

Þetta er í fjórða sinn sem Valdís tekur þátt á úrtökumótinu fyrir LET-Evrópumótaröðina. Á fyrsta stiginu í Marokkó eru 57 keppendur en alls var keppt á fjórum mismunandi stöðum á fyrsta stiginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert