Jólakort Tigers vekur athygli

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Ýmsir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr jólakveðju sem kylfingurinn Tiger Woods sendi frá sér á Twitter en þar er kappinn ber að ofan með aflitað skegg. 

Í tístinu segir Tiger að um sé að ræða jólahefð sem börnin hans kunni vel að meta. 

Vafalaust eru ýmsar ástæður fyrir því að kveðjan hefur farið víða en ein er ábyggilega sú að líkamlegt atgervi hefur lengi verið umtalað á ferli Tigers. Hann hefur hins vegar svo gott sem aldrei sést ber að ofan opinberlega né leyft slíkar myndatökur en Tiger hefur bætt á sig miklum vöðvamassa frá því hann gerðist atvinnumaður fyrir tveimur áratugum síðan. 

Ýmsir hafa brugðist við uppátæki Tigers og í þeim hópi er norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sem sagði á Twitter um leið og hann deildi mynd Tigers: Vekið mig þegar 2017 rennur upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert