Hefur óbeit á Ólympíuleikunum

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

„Ólympíuleikarnir neyddu mig í þá stöðu að ég þurfti að spyrja sjálfan mig að því hver ég væri og hvaðan ég raunverulega kæmi.“

Þetta segir kylfingurinn Rory McIlroy, sem situr í öðru sæti heimslistans í golfi. Hann segist hafa óbeit á Ólympíuleikunum vegna þess að hann þarf að velja á milli þess hvort hann keppi fyrir hönd Írlands eða Bretlands. Hann er frá Norður-Írlandi, sem er hluti af Bretlandi.

McIlroy hafði valið að keppa fyrir Írland á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum, en ákvað að taka ekki þátt vegna ótta við zika-veiruna sem var þá í hámarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert