Tiger Woods hættir við

Tiger Woods þungur á brún á teig í Dúbaí.
Tiger Woods þungur á brún á teig í Dúbaí. AFP

Tiger Woods, fyrrum besti kylfingur heims, hefur hætt við að keppa á næstu tveimur mótum sem hann var skráður í.

Woods þurfti að hætta keppni á Dubai Desert Classic-mótinu fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, en það var eitt af hans fyrstu mótum eftir að hafa farið í tvær aðgerðir á baki. Hann hefur nú staðfest að hann hefur hætt við þátttöku í Genesis Open-mótinu og Honda Classic-mótinu sem eiga að fara fram á næstu vikum.

„Þetta var ekki það sem ég var að vonast eftir eða búast við. Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Woods. Fyrsta risamót ársins fer fram fyrstu vikuna í apríl og hefur Woods sett stefnuna á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert