Sjónvarpsáhorfendur ættu ekki að vera dómarar

Lexi Thompson gengur af velli eftir að hafa tapað fyrir …
Lexi Thompson gengur af velli eftir að hafa tapað fyrir So Yeon Ryu í bráðabana. AFP

Kylfingarnir Tiger Woods og Justin Thomas eru á meðal þeirra sem eiga erfitt með að botna í því að sjónvarpsáhorfandi skuli hafa getað kostað Lexi Thompson sigurinn á ANA Inspiration risamótinu í golfi.

Frétt mbl.is: Sjónvarpsáhorfandi kom upp um svindl

Thompson virtist eiga sigurinn vísan á lokahringnum en fékk allt í einu að vita það að hún hefði fengið fjögurra högga refsingu fyrir reglubrot á þriðja hringnum. Brotið fólst í því hvernig Thompson lagði golfboltann sinn niður fyrir stutt pútt við 17. holu og þykir afar smávægilegt, en myndskeið af því má sjá hér að neðan.

Tiger og Thomas eru sammála um það að áhorfendur heima í stofu eigi ekki að geta haft áhrif á framgang golfmóta, og íþróttalýsandinn Rich Eisen spyr hvers vegna golf sé eina íþróttin þar sem sjónvarpsáhorfendur geti haft áhrif á dómara. Hér að neðan má sjá nokkur innlegg um málið af Twitter:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert