Ólafía ekki í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á öðrum degi Lotte/​Hers­hey-móts­ins í golfi í kvöld, en mótið sem fram fer á Havaí þessa dagana er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á fjórum höggum yfir pari á fyrsta deginum og þurfti hún að bæta skor sitt töluvert í kvöld til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafíu Þórunni tókst ekki að rétta úr kútnum og lék hringinn í kvöld á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari vallarins. Ólafía Þórunn lék því hringina tvo á samtals sjö höggum fyrir pari vallarins og hafnaði þar af leiðandi í 129. sæti mótsins. Ólafía Þórunn var þó nokkuð frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Þetta er fimmta mótið á LPGA mótaröðinni hjá Ólafíu, en það er sterkasta mótaröð í heimi. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótum sínum á mótaröðinni, en henni hefur nú mistekist að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótunum. 

23:44 - Ólafía Þórunn klárar mótið með öðru pari sínu í röð og þar af leiðandi á 75 höggum sem er sjö höggum yfir pari vallarins.

23:35 - Par á næstsíðustu brautinni. Nú er aðeins ein hola eftir hjá okkur konu og löngu orðið ljóst að hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.  

23:13 - Annar skolli, sjö högg yfir pari núna. Tvær holur eftir, koma svo Ólafía. 

23:10 - Par á 6. braut, nú eru aðeins þrjár holur eftir. Hún er á sex höggum yfir pari sem fyrr og í 133.-135. sæti. 

22:34 - Par á 4. braut og fugl á 5. braut og hún fer á sex högg yfir pari. Hún hefur augljóslega ekki gefist upp. Kvörtum ekki yfir því að fá einn fugl til að auka sjálfstraustið. 

22:20 - Annar skolli hjá Ólafíu og hún er því enn á ný sjö höggum yfir pari vallarins. Þetta mót fer í reynslubankann, en það eru sex brautir eftir hjá henni. 

22:07 - Par á 2. brautinni og er hún því enn sex höggum yfir pari. Nú snýst þetta um að vera með höfuðið uppi og klára hringinn með ágætum. 134.-138. sætið er staðreynd sem stendur. 

21:57 - Mikið betra! Ólafía fær fugl á 1. brautinni og kemur sér sex höggum yfir parið. Þetta lagar aðeins stöðuna. Þrír kylfingar eru efstir á átta höggum undir pari. 

21:34 - Í stað þess að byggja ofan á fuglinn sem Ólafía fékk á 17. brautinni fær hún þrefaldan skolla og er hún því komin sjö höggum yfir pari vallarins. Úff, nú er það nánast úr sögunni að hún geti náð í gegnum niðurskurðinn. 

21:03 - Glæsilegt, Ólafía fær sinn fyrsta fugl í dag og er hún komin á fjögur högg yfir parið. Hún er í 122.-130. sæti. Meira svona, takk!

20:50 - Annað par. Ólafía er búin að gera sex pör á fyrstu sex brautunum í dag. Gríðarlega öruggt spil hjá henni í dag. Tvær brautir eftir af fyrri níu holunum hjá henni. 

20:31 - Enn eitt parið. Þetta er búið að vera töluvert öruggara spil hjá henni en í gær, en það þarf meira til. Hún er í 131.-137. sæti sem stendur á fimm höggum yfir pari. 

20:17 - Annað par hjá Ólafíu. Vonum að hún fari að breyta þessum pörum í fugla við fyrsta tækifæri og geri sig svolítið líklega til að komast í gegnum niðurskurðinn. 

19:59 - Par á 12. braut hjá okkar konu. Hún er enn á fimm höggum yfir pari vallarins og með neðstu keppendum. 

19:42 - Ekki gott, Ólafía fær skolla á 11. braut og er hún því fimm höggum yfir pari, það er ljóst að hún verður að spila mun betur en þetta til að komast í gegnum niðurskurðinn. 

19:25 - Annað par hjá Ólafíu, hún er komin með sjö pör í röð, ef dagurinn í gær er tekinn með. Fjórum höggum yfir pari. 

19:05 - Ólafía nær í par á níundu holunni, en hún byrjar á seinni níu holunum í dag. Hún er því enn á fjórum höggum yfir pari og í 127.-132. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert