Á tveimur yfir pari eftir fyrsta dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði í dag fyrsta hringinn á ShopRite Classic-mótinu í New Jersey í Bandaríkjunum. Þetta er áttunda mót Ólafíu á LPGA-mótaröðinni, en hún er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð keppnisrétti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í heiminum.

Svo fór að Ólafía lék á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Það skilaði henni í 81. sæti. Ólafía fékk fjóra skolla, tvo fugla og 12 pör á holunum 18. 

Ólafía hefur leik á morgun kl. 18:15 á íslenskum tíma og spilar hún með sömu meðspilurum og í dag, Jackie Stoelting og Simin Feng.

Ólafía í New Jersey opna loka
kl. 16:00 Textalýsing Ólafía lýkur leik á 73 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Hún er jöfn í 48. sæti eins og er, en eins og áður kom fram byrjuðu sumir leikmenn á tíundu holu svo staðan mun breytast. Ólafía hefur leik á morgun klukkan 18:15 á íslenskum tíma með sömu meðspilurum og í dag, Jackie Stoelting og Simin Feng.
mbl.is