Birgir Leifur aldrei eins ofarlega

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefur aldrei verið eins ofarlega á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu í golfi. Hann er í 57. sæti stigalistans, 28 sætum ofar en hann hefur áður verið. 

Birgir var í 85. sæti árið 2005 og er þetta í fyrsta skipti sem hann kemst ofar á lista. Birgir hefur leik á Made in Denmark Challenge-mótinu á Jótlandi á morgun. Mótið verður hans fimmta á tímabilinu, en hann hefur best náð fjórða sæti í ár. Það var á PMG-bik­arnum á Royal Water­loo-golf­vell­in­um í Belg­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert