Haraldur á þremur undir pari

Haraldur Franklín Magnús endaði í öðru sæti Íslandsmótsins í golfi …
Haraldur Franklín Magnús endaði í öðru sæti Íslandsmótsins í golfi eftir tap fyrir Axel Bóassyni um titilinn. Mótinu lauk á sunnudaginn. Ófeigur Lýðsson

Haraldur Franklín Magnús lék vel á fyrsta hringnum á Opna Gamle Fredrikstad-mótinu sem er hluti af Nordic League-mótaröðinni. Haraldur lauk leik á þremur höggum undir pari, eða 69 höggum, sem skilar honum jöfnum mörgum öðrum í 18.-29. sæti.

Svíinn Anton Wejshag lék best en hann kom í hús á átta höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á næstu menn.

Ólafur Björn Loftsson lék á pari vallar og er jafn í 48. sæti, en Andri Þór Björnsson lauk leik á tveimur höggum yfir pari. Mótið fer fram í Svíþjóð og er niðurskurður eftir 36 holur, þar sem 54 bestu kylfingarnir komast áfram.

Hægt er að fylgjast með stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert