Ólafía verður með í Einvíginu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur á LPGA-mótaröðinni í golfi, verður með í Einvíginu á Nesinu sem haldið verður í 21. sinn á Nesvellinum á mánudaginn næstkomandi. Þetta kom fram í dag í fréttatilkynningu frá Nesklúbbinum.

Búast má við skemmtilegri keppni en Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur á Evrópumótaröðinni verður einnig á meðal þátttakenda.

Mótið er ár­legt góðgerðar­mót Nes­klúbbs­ins og DHL Express á Íslandi, en 10 af bestu kylf­ing­um lands­ins fyrr og síðar er boðið til leiks. Kylf­ing­arn­ir leika í ár í þágu Vinaliðaverk­efn­is­ins sem stend­ur fyr­ir að stöðva einelti í skól­um.

Mótið verður með hefðbundnu sniði, en kl. 10 leika kepp­end­ur níu holu högg­leik og kl. 13 hefst Ein­vígið sjálft. Ein­vígið er með „shoot-out“ fyr­ir­komu­lagi þar sem sá kylf­ing­ur sem leik­ur á flest­um högg­um dett­ur út á hverri holu. Síðustu tveir kylf­ing­arn­ir berj­ast svo um sig­ur­inn á 18. holu.

DHL gef­ur Vinaliðaverk­efn­inu eina millj­ón króna, en fyr­ir­tækið hef­ur verið styrkt­araðili móts­ins frá því það var haldið fyrst fyr­ir 20 árum síðan.

Þátt­tak­end­ur 2017:

Birg­ir Björn Magnús­son GK Klúbb­meist­ari GK 2017
Björg­vin Sig­ur­bergs­son GK Marg­fald­ur Íslands­meist­ari í golfi
Björg­vin Þor­steins­son GA Íslands­meist­ari 35 ára og eldri 2017
Guðmund­ur Rún­ar Hall­gríms­son GS Klúbb­meist­ari GS 2017
Ingvar Andri Magnús­son GR Íslands­meist­ari 17-18 ára 2017
Kristján Þór Ein­ars­son GM Klúbb­meist­ari GM 2017
Odd­ur Óli Jónas­son NK Klúbb­meist­ari NK 2017 og sig­ur­veg­ari Ein­víg­is­ins 2016
Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir GR Landsliðskona og meðlim­ur í TEAM ICE­LAND
Úlfar Jóns­son GKG Marg­fald­ur Íslands­meist­ari í golfi
Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir GL Íslands­meist­ari 2017 og at­vinnukylf­ing­ur
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - atvinnukylfingur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert