Síðasta risamót ársins hefst í dag

Bubba Watson og Jordan Spieth á æfingahring í gær á …
Bubba Watson og Jordan Spieth á æfingahring í gær á Quail Hollow. AFP

PGA-meistaramótið hefst í dag á Quail Hollow golfvellinum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Mótið er síðasta risamót ársins, en Jimmy Walker hefur titil að verja. Allir sterkustu kylfingar heims verða með á mótinu og því forvitnilegt hver mun bera sigur úr býtum.

Rory McIlroy og Jordan Spieth eru taldir sigurstranglegir, en Hideki Matsuyama hefur verið gríðarlega heitur undanfarið og lék á 61 höggi síðasta sunnudag og tryggði sér þar með sigurinn á Bridgestone-Invitational mótinu.

Hægt verður að fygljast með stöðunni hér, en fyrstu kylfingar hefja leik kl. 11:20 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert