Ólafía við niðurskurðarlínuna

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 74 höggum í dag, þremur yfir pari, á öðrum hring sínum á Evian-meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins á LGPA-mótaröðinni. 

Ólafía var í 66.-74. sæti, á þremur höggum yfir pari samtals eftir fyrstu tvo hringina, er hún kom í hús í dag og á leið í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti. Fjölmargir kylfingar eiga hins vegar eftir að ljúka leik og kemur það því ekki í ljós fyrr en síðar í dag hvort Ólafía kemst áfram. Ólafía hefur tekið þátt á tveimur risamótum á þessu tímabili, KPMG-risamótinu í júní og Opna breska meistaramótinu í júlí, þar sem hún komst í hvorugt skiptið í gegnum niðurskurðinn. Góðar líkur eru á því það breytist í dag.

Hringur Ólafíu var eins og svart og hvítt í dag. Hún fékk skolla, þrefaldan skolla og tvö fugla á fyrri níu holunum. Á síðari níu holunum fékk hún skolla á 10. holu áður en hún fékk átta pör í röð.

Ólafía náði sínum besta árangri á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi er hún varð í 4. sæti á Indy Women-mótinu um síðustu helgi og var á 79. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar fyrir Evian-meistaramótið í dag. Efstu 100 kylfingarnir öðlast keppnisrétt fyrir LPGA-mótaröðina á næsta tímabili.

Ólafía í Frakklandi - 2. hringur opna loka
kl. 11:39 Textalýsing 18 - PAR - Ólafía lýkur leik á pari á 18. holunni sem er par 4. Er á +3 í dag og +3 samtals. Niðurskurður dreginn við +3 eins og staðan er núna en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Staðan:  66.-74. sæti, +3, í gegnum niðurskurðinn eins og staðan er núna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert