Thomas vann risapottinn

Justin Thomas með verðlaunagripinn.
Justin Thomas með verðlaunagripinn. AFP

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas tryggði sér FedEx-bikarinn í golfi með því að hafna í 2. sæti á Tour Championship-mótinu, sem var síðasta mót tímabilisins á PGA-mótaröðinni.

Thomas fékk 10 milljónir dala fyrir að vinna FedEx-bikarinn sem jafngildir rúmunum einum milljarði íslenskra króna og þá fékk hann 950 þúsund dollara fyrir að lenda í öðru sætinu á mótinu.

Nýliðinn Xander Schauffele hrósaði sigri á Tour Championship-mótinu og varð þar með fyrsti nýliðin til að vinna sigur á þessu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert