Birgir Leifur keppir næst í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson sigraði í Frakklandi í síðasta mánuði.
Birgir Leifur Hafþórsson sigraði í Frakklandi í síðasta mánuði.

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson býr sig nú undir lokasprettinn á keppnistímabilinu á Áskorendamótaröð Evrópu, en næsta mót fer fram á Hainan-eyjaklasanum í Kína 12.-15. október næstkomandi.

Birgir Leifur er í 26. sæti á peningalistanum fyrir síðustu mótin, en þarf að vera í hópi 15 efstu í lok keppnistímabilsins til þess að fá keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Hann er þó með öruggt sæti á öll mótin á Áskorendamótaröðinni næstu tvö tímabil eftir sigur á móti í Frakklandi í síðasta mánuði.

Birgir Leifur hefur samtals unnið sér inn rúmlega 52 þúsund evrur í verðlaunafé á tímabilinu en sá sem er í 15. sæti hefur unnið sér inn rúmlega 63 þúsund evrur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert