Hroki Keane hafði djúpstæð áhrif á McIlroy

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segist enn muna þann dag þegar Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, neitaði honum um eiginhandaráritun.

McIlroy, sem hefur unnið fjögur risamót, segir að atvikið hafi orðið til þess að hann vill ekki valda sínum áhangendum álíka vonbrigðum og hann varð fyrir.

McIlroy segir að hann hafi verið strákur þegar hann sá Keane ásýndar og bað hann um eiginhandaráritun.

„Hann sagði bara nei. Ég er viss um að hann er fínn gaur, en þetta hefur setið í mér alla tíð síðan. Þegar einhver neitar barni um áritun þá verður viðkomandi allt öðruvísi í augum þess. Ef barn biður mig um áritun þá reyni ég alltaf að gera það,“ sagði McIlroy.

En það er ekki bara það, því hann skiptir oft um golfbolta á hverjum hring og reynir sitt besta að gleðja unga aðdáendur þegar hann skiptir. „Ég leita alltaf að börnum á meðal áhorfenda til þess að gefa þeim boltann.“

Spurður hvort hann myndi gefa Keane áritun ef sá írski myndi biða um sagði kylfingurinn: „Bara ef hann gefur mér sína.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert