Stjarnan sigraði í riðlinum á Ítalíu

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörnunnar á góðri stundu.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörnunnar á góðri stundu. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslandsmeistarar í handknattleik kvenna, Stjarnan úr Garðabæ, sigraði í sínum riðli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Riðillinn var leikin á Ítalíu og fór síðasti leikur liðsins fram í dag. Þá burstaði Stjarnan lið SPES Kefalovrisos frá Kýpur 39:21. Sólveig Lára Kjærnested skoraði ellefu mörk í leiknum og var markahæst Garðbæinga en Ester Ragnarsdóttir skoraði sex. Þetta þýðir að Stjarnan kemst áfram í keppninni og við tekur riðill í Ungverjalandi í lok mánaðarins. Þar mæta þeir liði frá gestgjöfunum, frönsku liði og liði frá Slóvakíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert