Stjörnunni spáð tvöföldum sigri í vetur

Stuðningsmenn Stjörnunnar eiga skemmtilegan vetur í væntum ef spárnar ganga …
Stuðningsmenn Stjörnunnar eiga skemmtilegan vetur í væntum ef spárnar ganga eftir. mbl.is

Stjarnan verður Íslandsmeistari bæði í karla- og kvennaflokki í handboltanum á komandi vetri, ef marka má spá forráðamanna félaganna á kynningarfundi Íslandsmótsins nú í hádeginu. Aftureldingu og ÍBV er spáð falli úr úrvalsdeild karla.

Í 1. kvenna er spáin þannig, mest hægt að fá 270 stig:

1. Stjarnan 254
2. Haukar 227
3. Valur 218
4. Grótta 211
5. Fram 151
6. HK 147
7. FH 95
8. Fylkir 93
9. Akureyri 62

Í úrvalsdeild karla er spáin þannig, mest hægt að fá 240 stig:

1. Stjarnan 231
2. Valur 206
3.-4. HK 169
3.-4. Haukar 169
5. Fram 167
6. Akureyri 129
7. Afturelding 92
8. ÍBV 85

Í 1. deild karla er því spáð að FH og ÍR vinni sig upp í úrvalsdeildina en niðurstaðan þar var þessi:

1. FH 194
2. ÍR 184
3. Víkingur 170
4. Selfoss 142
5. Grótta 132
6. Haukar-2 108
7. Þróttur/Fylkir 99

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert