Eins og gatasigti í síðasta leik

Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki Hauka í dag.
Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki Hauka í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Vörn var sterk hjá okkur í dag,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir, leikmaður Vals sem skoraði fjögur mörk í 30:22 sigri liðsins gegn Haukum á útivelli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta í dag. 

Valur er nú 2:0 yfir í einvíginu en síðasti leikur liðanna var ólíkur þessum en í þeim leik munaði aðeins einu marki í lokinn, staðan þá 28:27.

„Við fengum sex mörk á okkur í fyrri hálfleik sem er gott. Skoruðum hinsvegar bara tíu svo við hefðum kannski getað nýtt færin okkar aðeins betur en þetta var fínt og sterkur varnarleikur. 

Við vorum eins og gatasigti í síðasta leik en náðum að loka vel í dag og ég hugsa að þetta hafi verið það. Hitt kemur með góðum varnarleik,“ sagði Elín í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

 Liðin mætast næstkomandi fimmtudag og Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.

„Það er auðvitað planið að klára þetta í næsta leik en þetta er hörkulið. Þær eru ekkert að fara að gefa þetta eftir þó þær hafi tapað í dag.

Við getum verið með hausinn einhversstaðar annarsstaðar en ef við náum að stilla okkur rétt inn á þetta þá eigum við að vinna þetta,“ sagði Elín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert