Ekki hægt að spila uppá jafntefli

Ingemar Linnéll fagnar ásamt Martin Boquist, Jan Lennartsson og Jonas …
Ingemar Linnéll fagnar ásamt Martin Boquist, Jan Lennartsson og Jonas Källman. Reuters

Ingemar Linnéll, þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik, segir að það sé ekki hægt að spila uppá jafntefli gegn Íslendingum í Wroclaw í dag, enda þótt Svíum nægi eitt stig úr leiknum til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking.

„Það er einfaldlega ekki hægt að spila uppá jafntefli í handbolta, það virkar ekki. Við sögðum fyrir mótið að þetta myndi allt saman ráðast í leiknum gegn Íslandi og við höfum beðið lengi eftir honum. Þetta verður spennandi leikur, þeir þekkja okkur og við þekkjum þá, en ég hef mætt þeim fimm sinnum og aðeins tapað einu sinni.

Við óttumst ekki íslenska liðið, við ætlum okkur á Ólympíuleikana og spilum til sigurs," sagði Linnéll við sænska blaðið GP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert