Sverre og Jón skrifuðu undir hjá HK

Jón Björgvin og Sverre ásamt Alexander Arnarsyni formanni handknattleiksdeildar HK.
Jón Björgvin og Sverre ásamt Alexander Arnarsyni formanni handknattleiksdeildar HK.

Handknattleiksmennirnir Sverre Jakobsson og Jón Björgvin Pétursson hafa gengið formlega frá samningum við úrvalsdeildarlið HK en þeir sömdu báðir til tveggja ára.

Sverre kemur heim frá Þýskalandi þar sem hann lék með Gummersbach en hann spilaði með HK fyrir nokkrum árum. Jón Björgvin kemur frá Fram þar sem hann hefur leikið alla tíð.

HK hefur einnig fengið til sín markvörðinn Sveinbjörn Pétursson frá Akureyri og þá er nánast frágengið að Valdimar Þórsson snýr aftur til Kópavogsliðsins eftir dvöl í Svíþjóð þar sem hann spilaði með IFK Malmö.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert