Einar fer ekki með til Peking

Einar Hólmgeirsson.
Einar Hólmgeirsson. Brynjar Gauti

Einar Hólmgeirsson, leikmaður þýska handknattleiksliðsins Grosswallstadt gefur ekki kost á sér í landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í ágúst. Einar og eiginkona hans eiga von á barni um mánaðamótin og af þeim sökum gefur hann ekki kost á sér. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði í gær að Einar hefði greint sér frá stöðu mála fyrir skemmstu. „Það er að sjálfsögðu ekki gott fyrir landsliðið að menn gefi ekki kost á sér. Ég skil Einar hinsvegar fullkomlega,“ sagði Guðmundur en Ólympíuleikarnir hefjast þann 7. ágúst. seth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert