Dagur verður næsti þjálfari Füchse Berlin

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. mbl.is/Golli

Dagur Sigurðsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, verður næsti þjálfari þýska 1. deildarliðsins Füchse Berlin. Dagur staðfesti í samtali við fréttavef Morgunblaðsins nú síðdegis, að hann hefði tekið tilboði þýska liðsins og mun taka til starfa hjá því næsta sumar.

Dagur er landsliðsþjálfari Austurríkismanna og mun sinna því starfi samhliða þjálfun Füchse Berlin en samningur hans við austurríska handknattleikssambandið rennur út eftir úrslitakeppni EM sem fram fer í janúar 2010.

Sjá nánar í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert