Kjelling skoraði átta fyrir Norðmenn

Kristian Kjelling (15) í baráttu við Ivano Balic leikmann Króatíu.
Kristian Kjelling (15) í baráttu við Ivano Balic leikmann Króatíu. AP

Spánverjar og Norðmenn skildu jafnir, 26:26, í æfingaleik í handknattleik
í Algeciras á Spáni í gærkvöldi. Kristian Kjelling fór mikinn í liði Norðmanna og skoraði átta mörk en hann þekkir vel til í spænskum handknattleik hvar hann hefur leikið síðustu árin með Portland San Antonio.

Þetta var fyrsti landsleikur Spánverja eftir að Valero Rivera tók við starfi landsliðsþjálfara í vetur.  Voru það Spánverjum nokkur vonbrigði að geta ekki knúið fram sigur í fyrsta leiknum undir hans stjórn en þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11.

Bæði Spánverjar og Norðmenn búa sig af kappi undir þátttöku í heimsmeistaramótinu í Króatíu sem hefst eftir miðjan þennan mánuð. 

Joan Cañellas  skoraði flest mörk Spánverja, fjögur.

Mörk Spánverja: Cañellas 4, Perales 3, García 3/1, Tomás (3/1), Entrerríos 3, Malmagro 2, Ugalde 2, Garabaya 2,  Rocas 2/1,  Andreu 1,  Ruesga 1.


Mörk Norðmanna: Kjelling 8, Drange, Löke 6, Björnsen 3, Mamelund 2, Myrhol 2, Samdahl 2, Tvedten 1, Buchmann 1/1,  Skoglund 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert