Ingimundur fékk höfuðhögg

Ingimundur Ingimundarson, t.v. verður í eldlínunni ásamt Róberti Gunnarssyni og …
Ingimundur Ingimundarson, t.v. verður í eldlínunni ásamt Róberti Gunnarssyni og félögum sínum í íslenska landsliðinu gegn Norðmönnum í Laugardalshöll á sunnudag. Brynjar Gauti

Ingimundur Ingimundarson, landsliðsmaður í handknattleik, fékk högg á höfuðið snemma í síðari hálfleik viðureignar Íslendinga og Belga í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í gærkvöld. Í framhaldinu fór hann af leikvelli og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann mun hafa jafnað sig og getur leikið með íslenska landsliðinu þegar það mætir Norðmönnum í næsta leik undankeppninnar sem fram fer í Laugardalshöll klukkan 16 á sunnudaginn.

Ingimundur rann í bleytu á leikvellinum þegar hann varðist sóknarmönnum  Belga. Við það féll hann í gólfið og fékk högg á höfuðið. 

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið í gær að hann ætti ekki von á öðru en Ingimundur verði eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins klárir í slaginn þegar Norðmenn mæta í Laugardalshöll á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert