Guðmundur: Stuðningurinn er einstakur

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Eggert Jóhannesson

„Það er engu líkt að leika fyrir framan fullskipaða Laugardalshöll og heyra alla áhorfendur taka undir í þjóðsögnum og veifa um leið íslenska fánanaum," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir sigurinn á Makedóníu, 34:26, í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í dag.

„Gleðitilfinningin hríslast um líkamann og maður fær gæsahúð en fyllist stolti og auðmýkt um leið. Svona stuðningur er engum líkur og hjálpar okkur svo sannarlega inni á leikvellinum,“ sagði Guðmundur og var mjög ánægður með leik sinna mann.

„Það er ekki oft sem maður getur viðurkennt að vera fullkomlega ánægður með leik liðsins, en ég viðurkenni það núna. Strákarnir unnu sitt starf af fullkominni fagmennsku," sagði landsliðsþjálfarinn.

Nánar er rætt við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið og ítarlega fjallað um sigurinn í dag í máli og myndum og greint frá hvað sigurinn þýðir fyrir íslenska landsliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka